Með öndina í hálsinum

Adam Sandler í Uncut Gems að sýna viðskiptavinum forljótan skartgrip.
Adam Sandler í Uncut Gems að sýna viðskiptavinum forljótan skartgrip.

Kvik­mynda­gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins, Brynja Hjálms­dótt­ir, er hæst­ánægð með Net­flix-mynd­ina Uncut Gems og gef­ur henni fjór­ar og hálfa stjörnu í ein­kunn. 

Brynja skrif­ar m.a: „Bræðurn­ir Josh og Benny Safdie hafa leik­stýrt nokkr­um mynd­um á ferli sín­um en vöktu fyrst meiri hátt­ar at­hygli með mynd­inni Good Time sem kom út árið 2017. Good Time var drama­tísk has­ar­mynd með Robert Patt­in­son í aðal­hlut­verki og fjallaði um ung­an smákrimma sem reyn­ir að fá bróður sinn laus­an úr fang­elsi og lend­ir í ýms­um hremm­ing­um. Mynd­in vakti sér­stak­lega at­hygli fyr­ir mjög af­ger­andi stíl. At­b­urðarás­in er ofsa­feng­in og óþægi­leg, sem er und­ir­strikað með hröðum klipp­ing­um og ágengri kvik­mynda­töku. Þá er áferð mynd­ar­inn­ar afar sér­stök, hún er skot­in á filmu og lit­irn­ir eru æp­andi skarp­ir, stund­um nán­ast óraun­veru­leg­ir, sem gef­ur mynd­inni sýka­delískt yf­ir­bragð.

Þessi höf­und­ar­ein­kenni birt­ast öll í nýj­ustu mynd bræðranna, Uncut Gems, sem fram­leidd er af Net­flix og er aðgengi­leg á streym­isveit­unni. Mynd­in fjall­ar um út­smogna skart­gripa­sal­ann How­ard Ratner, sem svífst einskis þegar kem­ur að því að græða pen­inga. Hann trú­ir statt og stöðugt á þá speki að maður þurfi að eyða pen­ing­um til að græða pen­inga sem hef­ur sökkt hon­um í ansi djúpa skuldasúpu sem hann er ein­hvern veg­inn alltaf al­veg á leiðinni að synda upp úr en hef­ur ekki tek­ist það enn. Nú er hann með áætl­un. Hann hef­ur keypt hnefa­stór­an óslípaðan ópal­stein frá Eþíóp­íu og skráð hann á upp­boð, þar sem hann reikn­ar með að tí­falda fjár­fest­ing­una og ganga frá borði með millj­ón dali.“

Brynja lýs­ir upp­lif­un­inni af því að horfa á mynd­ina svo: „Ímyndaðu þér að þú sitj­ir við mat­ar­borð með nokkr­um gest­um. Þegar gest­gjaf­inn kem­ur með mat­inn á stóru fati skrik­ar hon­um fót­ur. All­ir gest­irn­ir standa upp í einu í til­raun til að bjarga gest­gjaf­an­um og matn­um, sem er í þann mund að detta í gólfið. All­ir góla upp yfir sig, tala hver yfir ann­an, það sull­ast úr glös­um og hnífa­pör detta í gólfið með háu glamri. Samt tekst ekki að bjarga fat­inu, mat­ur­inn er ónýt­ur. Að horfa á Uncut Gems er svo­lítið eins og upp­lifa svona augna­blik stans­laust í tvo klukku­tíma. Það er stór­kost­lega sterk upp­lif­un og hún er ekki endi­lega nota­leg.“

Kvik­mynd­ina seg­ir hún fjalla um fólk sem er á einn eða ann­an hátt fár­sjúkt af ósk­hyggju og græðgi. Steinn­inn, með sinni marg­slungnu lita­dýrð, verði tákn­rænn fyr­ir draum­inn sem sé  alltaf utan seil­ing­ar, draum­inn um auð, völd og af­rek, sem per­són­un­ar vaði eld og brenni­stein til að öðlast.

Sandler þverstæðan

Adam Sandler leik­ur aðal­hlut­verkið og ber mynd­ina á herðum sér, að sögn Brynju sem tel­ur hann frá­muna­lega góðan í mynd­inni. Hún seg­ist þó hafa blendn­ar til­finn­ing­ar til Sandlers sem hafi leikið í og fjölda­fram­leitt grín­mynd­ir sem flest­ar séu sví­v­irðilega lé­leg­ar. 

Uncut Gems er hins veg­ar svaka­leg þeysireið, að mati Brynju og svo taugatrekkj­andi að hún var með önd­ina í háls­in­um all­an tím­ann. Dóm­inn má lesa í heilda í Morg­un­blaðinu í dag, 26. mars. 

Þess má að lok­um geta að fjallað verður um mynd­ina í næsta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ sem verður aðgengi­legt hér á mbl um há­degi á morg­un. 

Hér má sjá stiklu fyr­ir Uncut Gems:



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir