Plácido Domingo lagður inn á sjúkrahús

Plácido Domingo er einn þeirra fjölmörgu sem hafa greinst með …
Plácido Domingo er einn þeirra fjölmörgu sem hafa greinst með kórónuveiruna. AFP

Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Acapulco, íMexíkó vegna kórónuveirunnar að sögn talsmanns tenórsins. Domingo greindi frá því á Facebook í síðustu viku að hann væri smitaður af veirunni en að hann væri við góða heilsu.

Í yfirlýsingu sem talsmaður hans sendi á CNN kemur fram að Domingo svari meðferð vel.

Domingo hvatti aðdáendur sína til að þvo sér vel um hendur og að hlýða stjórnvöldum þegar kemur að vörnum gegn veirunni. „Saman getum við barist við veiruna og stöðvað sóttina sem herjar á lönd heims. Vonandi getum við snúið aftur til okkar hefðbundna daglega lífs fljótlega,“ skrifaði Domingo á Facebook. 

Domingo, sem er 79 ára gamall, lét af embætti framkvæmdastjóra óperunnar í Los Angeles í fyrra eftir að hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni. Domingo neitaði sök en rannsókn sem óperuhúsið lét gera af hálfu sjálfstæðra rannsakenda leiddi í ljós að ásakanir á hendur honum ættu við rök að styðjast. 

Auk Domingos hafa fleiri þekktir einstaklingar greinst með veiruna. Má þar nefna Idris Elba, hjónin Tom Hanks og Ritu Wilson, John Prine, Kevin Durant og Daniel Dae Kim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup