Harry og Meghan kveðja í dag

Harry og Meghan kveðja í kvöld.
Harry og Meghan kveðja í kvöld. AFP

Í dag er síðasti dagur Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex sem „senior“ meðlimir konungsfjölskyldunnar. Hjónin tilkynntu í byrjun árs að þau hyggðust láta af konunglegum skyldum sínum, afþakka laun frá konungsfjölskyldunni og stefna að því að gerast fjárhagslega sjálfstæð. 

Hjónin kvöddu fylgjendur sína áInstagram-reikningi sínumSussexRoyal í gærkvöldi. Af kveðjunni að dæma hyggjast þau ekki halda áfram að nota þann reikning. Þau hafa sóst eftir einkaleyfi á nafninu SussexRoyal en samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla lagðist drottningin gegn því að þau notuðu konunglega titla til markaðssetningar.

View this post on Instagram

As we can all feel, the world at this moment seems extraordinarily fragile. Yet we are confident that every human being has the potential and opportunity to make a difference—as seen now across the globe, in our families, our communities and those on the front line—together we can lift each other up to realise the fullness of that promise. What’s most important right now is the health and wellbeing of everyone across the globe and finding solutions for the many issues that have presented themselves as a result of this pandemic. As we all find the part we are to play in this global shift and changing of habits, we are focusing this new chapter to understand how we can best contribute. While you may not see us here, the work continues. Thank you to this community - for the support, the inspiration and the shared commitment to the good in the world. We look forward to reconnecting with you soon. You’ve been great! Until then, please take good care of yourselves, and of one another. Harry and Meghan

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Mar 30, 2020 at 9:17am PDT

Hjónin munu láta af titlum konunglegum titlum sínum og hyggjast endurgreiða fé fyrir endurbætur á heimili þeirra, Frogmore cottage, sem verður aðsetur þeirra þegar þau koma til Bretlands á næstu árum. Þá hefur Harry óskað eftir því að hann verði bara kallaður Harry, en ekki Harry Bretaprins. 

Stuttu eftir tilkynninguna í janúar fluttu þau til Kanada þar sem þau dvöldu fram til loka febrúar þegar þau fóru í stutta Bretlandsheimsókn. Þar mættu þau á sína síðustu viðburði sem meðlimir konungsfjölskyldunnar. 

Frá síðasta viðburði Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju. Bræðurnir Harry …
Frá síðasta viðburði Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju. Bræðurnir Harry og Vilhjálmur töluðust lítið við á viðburðinum. AFP
Síðasti dagur Meghan og Harry er í dag.
Síðasti dagur Meghan og Harry er í dag. AFP

Nýlega færðu þau sig svo um set yfir til heimaborgar Meghan, Los Angeles í Bandaríkjunum, en móðir hennar, Doria Ragland býr þar. Þau hafa gefið út að þau hyggist búa í Norður-Ameríku í framtíðinni en stefna á tíðar heimsóknir til Bretlands.

Meghan virðist vera byrjuð að vinna í öðrum verkefnum en þann 3. apríl kemur út náttúrulífsmynd hjá Disneynature, Elephant, sem Meghan talar inn á.

Mikil umræða skapaðist um „útgöngu“ hjónanna úr bresku konungsfjölskyldunni í janúar og var útgöngunni líkt við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu,Brexit, og fékk því nafnið „Megxit“. Þau hafa hlotið bæði gagnrýni og hól fyrir ákvörðunina.

Drottningin lagði blessun sína yfir ávörðun hjónanna.
Drottningin lagði blessun sína yfir ávörðun hjónanna. AFP

Tilkynning Harry og Meghan virtist koma mörgum á óvart á sínum tíma og leit allt út fyrir að aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar hafi ekki vitað af henni fyrr en hún birtist í fjölmiðlum. Drottningin boðaði til fjölskyldufundar nokkrum dögum seinna. Þann 13. janúar sendi hún svo frá sér tilkynningu þess efnis að hún styddi ákvörðun hjónanna þó hún kysi heldur að þau yrðu um kyrrt.

Í tilkynningunni kom einnig fram að hún myndi gefa þeim tíma til þess að hnýta um lausa enda. Nú er sá tími liðinn og síðasti dagur þeirra að kvöldi kominn.

Dagur er að kvöldi kominn og Harry og Meghan eru …
Dagur er að kvöldi kominn og Harry og Meghan eru laus allra mála. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir