Ellen ekki öll þar sem hún er séð

Nikki segir upplifun sína af Ellen ekki jafn jákvæða og …
Nikki segir upplifun sína af Ellen ekki jafn jákvæða og þátturinn gaf til kynna. skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn Nikki de Jager, betur þekkt sem NikkiTutorials, segir að spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres sé ekki jafn vingjarnleg og hún virðist vera í spjallþáttunum sínum. 

Nikki greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri transkona. Í kjölfarið vildu fjölmiðlar ólmir fá hana í viðtal til að segja sögu sína og valdi Nikki að fara í viðtal til Ellenar. Hún segir hins vegar að framkoma Ellenar hafi komið sér á óvart. Ellen DeGeneres er einn vinsælasti og dáðasti spjallþáttastjórnandi í heimi.

Í febrúar fór Nikki, sem ættuð er frá Hollandi, í viðtal til hollenska spjallþáttastjórnandans Matthijs van Nieuwkerk. Þar segir hún að þrátt fyrir að upplifun hennar af Ellen hafi litið jákvætt út á skjánum hafi Ellen verið köld og fjarlæg.

„Það var mjög ánægjulegt að þú skyldir koma til mín og heilsa mér fyrir þáttinn. Hún gerði það ekki,“ sagði Nikki.

Þrátt fyrir það sagði Nikki að það hefði verið mikill heiður að koma í þáttinn. „Það var mikill heiður að fá að vera á sviðinu með Ellen, en það var ekki jafn næs og ég bjóst við.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar