Ellis Marsalis látinn úr kórónuveirunni

Ellis Marsalis er einn þeirra sem hefur látist úr kórónuveirunni …
Ellis Marsalis er einn þeirra sem hefur látist úr kórónuveirunni í Bandaríkjunum. AFP

Bandaríski jassleikarinn Ellis Marsalis lést í gær eftir að hafa veikst af kórónuveirunni að sögn sonar hans, Branford. Marsalis var 85 ára að aldri.

Ellis Marsalis er heimsþekktur píanóleikari og kennari og hefur leikið inn á tugi hljómplatna undanfarna sjö áratugi. Hann er faðir tveggja heimsþekktra hljóðfæraleikara, Wynton sem spilar á trompet og Branford sem spilar á saxófón. 

Branford segir að faðir hans hafi verið lagður inn á sjúkrahús á sunnudag veikur af kórónuveirunni en hann lést í gær. 

Ellis Marsalis fæddist í New Orleans árið 1934 og hófst jazzferill hans árið 1949. Lék hann meðal annars með Cannonball og Nat Adderley, Marcus Roberts og Courtney Pine.

Marsalis starfaði einnig við kennslu. Meðal annars hjá New Orleans Center for Creative Arts, University of New Orlean og Xavier University of Louisiana.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup