Halda enn að Björk búi í Elliðaey

Björk býr ekki í Elliðaey.
Björk býr ekki í Elliðaey. ALESSIA PIERDOMENICO

Sá almenni misskilningur virðist enn ríkja á meðal erlendra aðdáenda tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur að hún búi í Elliðaey í Vestmannaeyjum.

Misskilningurinn á rætur sínar að rekja til ársins 2000 þegar til tals kom að selja Elliðaey á Breiðafirði, en eyjan var þá í eigu ríkisins. Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði þá í ræðu sinni á Alþingi að hann væri tilbúinn til að leyfa Björk að reisa sér hús á eyjunni og búa þar leigulaust. Áður hafði kvisast út að Björk hefði áhuga á að kaupa eyjuna. Björk reisti hins vegar aldrei hús á eyjunni og keypti hana ekki heldur. Í dag er eyjan í eigu Stykkishólmsbæjar.

Við strendur Íslands eru tvær Elliðaeyjar. Ein á Breiðafirði og ein í Vestmannaeyjum. Sé maður ekki kunnugur staðháttum á Íslandi er eflaust auðvelt að rugla eyjunum tveimur saman. Og það hafa margir gert. 

Elliðaey á Breiðafirði.
Elliðaey á Breiðafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þó aldrei hafi orðið af þessu eyjaævintýri Bjarkar telja þó enn margir erlendir aðdáendur hennar að hún geti nú prísað sig sæla, ein á Elliðaeyju í Vestmannaeyjum, einangruð frá öðru fólki og kórónuveirunni. 

Sarah nokkur McGonagall birti einmitt mynd af Elliðaey í Vestmannaeyjum á Twitter á dögunum þar sem hún óskaði þess að vera í sóttkví með Björk á eyjunni. Í fleiri tístum heldur hún því fram að Björk hafi einu sinni átt heima þarna, þrátt fyrir að Íslendingar hafi svarað þræði hennar og bent á að Björk búi alls ekki þarna og hafi aldrei gert. 

Eins og einn glöggur aðdáandi hennar bendir á í þræðinum býr Björk í húsi á Ægisíðu og hefur gert til fjölda ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir