Hollywood-leikari réðst á konu á Íslandi

Ezra Miller í vandræðum á Íslandi.
Ezra Miller í vandræðum á Íslandi.

Myndband þar sem Hollywood-leikarinn Ezra Miller virðist beita konu á Íslandi ofbeldi hefur farið á flug á netinu. Miller er mikill Íslandsvinur en atvikið átti sér á útisvæði Priksins í miðbæ Reykjavíkur. 

Á myndbandinu sést konan sem er kædd í úlpu frá 66 gráður norður ganga að Miller. Hann spyr hvort hún vilji slást og tekur utan um hálsinn á  henni þannig að hún fellur. Meira sést ekki. 

Ónafngreindur aðili á netinu vill meina að Miller hafi hrækt á starfsfólk. Að lokum eru öryggisverðir sagðir hafa tekið hann og beðið eftir lögreglu. 

Íslenski leikarinn Vilhelm Neto greindi frá því á Twitter að hann hefði orðið vitni að atvikinu. 

Fer út í smá stund og fyrsta sem ég sé er Ezra Miller öskrandi á alla á Prikinu. Einn aðili sem fær ekki boð í næsta afmælið mitt. Öskrar enginn á Prik starfsfólk nema ég og þá er það til að lýsa ást minni,“ tísti Vilhelm fyrir helgi. 

Hann er ekki í náðinni lengur,“ svarar  Geoffrey Þór Huntingdon-Williams á Prikinu. 

Miller leik­ur meðal ann­ars í Fant­astic Be­asts-mynd­un­um auk þess sem hann lék í Justice League og Suicide Squad. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup