Bítlarnir hættu fyrir hálfri öld

Unnendur Bítlanna lögðu mikið á sig til að komast í …
Unnendur Bítlanna lögðu mikið á sig til að komast í kynni við goðin. AFP

Hálf öld var í fyrradag liðin frá því bresku Bítlarnir, The Beatles, liðu endanlega undir lok sem hljómsveit. Olli það aðdáendum sveitarinnar um heim allan miklu hugarangri. Losarabragur var kominn á samstarf sveitarinnar sem gjörbreytti popptónlistinni.

Paul McCartney rak svo smiðshöggið á það með fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfu fyrstu plötu sólóferils hans. Birti götublaðið Daily Mirror hana 10. apríl 1970, um viku fyrir plötuútkomu McCartneys.

Bítlarnir snemma á sjöunda áratugnum.
Bítlarnir snemma á sjöunda áratugnum.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti kom sú yfirlýsing hans að hann sæi ekki fyrir sér að þeir John Lennon myndu semja fleiri lög saman og eins að Bítlarnir væru ekki lengur til sem starfandi sjálfstæð hljómsveit.

Mörgum virtist ljóst hvert stefndi. Um mitt árið 1968 strunsaði Ringo Starr út úr hljóðverum þegar Bítlarnir unnu að Hvíta albúminu svonefnda. George Harrison hætti um skeið í janúar 1969 og John Lennon staðfesti í september 1969 að hann hygðist hætta í Bítlunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup