Helgi Björns er hástökkvari vikunnar

Lag Helga Björns Það bera sig allir vel er hástökkvari …
Lag Helga Björns Það bera sig allir vel er hástökkvari vikunnar en lagið stekkur um 13 sæti á Tónlistanum milli vikna og er nú í 8. sæti. Helgi Björns hefur sannarlega skemmt landanum í samkomubanninu en hann hefur blásið til nokkurra tónleika „í stofunni heima“ í beinni útsendingu. Ljósmynd/Aðsend

Mikið af nýjum lögum hefur ratað inn á Tónlistann þessa vikuna og er það nær allt íslenskt. Dj Dóra Júlía greindi frá þessu á K100 í gær. Hástökkvari vikunnar er Helgi Björnsson með lagið Það bera sig allir vel en það hoppar um þrettán sæti á milli vikna. Lagið hefur verið á Tónlistanum í þrjár vikur. 

Ný fjögurra laga svíta Auðar, „ljós“, er öll komin inn á topp 40 en listamaðurinn er fyrir með tvö lög á lista.

Lagið Ferðumst innanhúss stekkur furðuhátt miðað við hversu stutt er síðan lagið byrjaði í spilun að sögn Dóru Júlíu en lagið er í 25. sæti og hefur nú verið í spilun í þrjá daga. 

Daði og Gagnamagnið halda enn fast í fyrsta sætið á listanum með lag sitt Think About Things. The Weeknd er enn í öðru sæti með Blinding Lights en lagið hefur verið á lista í 17 vikur. Hefur það verið gríðarlega vinsælt um allan heim en það er meðal annars í fyrsta sæti á bandaríska topplistanum Hot 100.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. Dj Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

1. Daði og Gagnamagnið – Think About Things
2. The Weeknd – Blinding Lights
3. Bríet – Esjan
4. Ingó Veðurguð – Í kvöld er gigg
5. Dua Lipa – Don't Start Now
6. The Weeknd – In Your Eyes
7. Tones and I – Dance Monkey
8. Helgi Björnsson – Það bera sig allir vel
9. Harry Styles – Adore You
10.Post Malone – Circles

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á …
Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á K100.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka