Laddi slær algert met með Jarðarförin mín

Birta Hall er stórkostleg í hlutverki barnabarns Benedikts sem leikinn …
Birta Hall er stórkostleg í hlutverki barnabarns Benedikts sem leikinn er af Ladda.

Þáttaröðin Jarðarförin mín kom í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium á miðvikudaginn fyrir páska. Þetta er ljúfsár þáttaröð þar sem Þórhallur Sigurðsson eða Laddi fer með aðalhlutverkið. Hann leikur dauðvona mann sem ákveður að bæta upp fyrir tapaðan tíma með því að halda sína eigin jarðarför og vera sjálfur viðstaddur.

„Það er alltaf ánægjulegt að sjá íslenskt leikið sjónvarpsefni fá góðar viðtökur og það segir okkur að áhorfendur eru þakklátir fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir Bryndís Þóra Þórðardóttir, vörustjóri Sjónvarps Símans. „Við höfum séð þetta áður með þáttaraðir á borð við Stellu Blómkvist og Venjulegt fólk þar sem við setjum alla þættina inn á sama tíma. Við erum að sjá met í spilunum hjá okkur en pantanir á Jarðarförina mína eru nú þegar komnar í 150.000 aðeins þessa fyrstu viku sem hún er inni í Sjónvarpi Símans Premium,“ bætir Bryndís við.

„Það gleður mig ótrúlega mikið að upplifa þennan gríðarlega áhuga á seríunni. Að sama skapi er ánægjulegt að geta gefið innilokuðum landanum hvíld frá ástandinu og leyfa fjölskyldum landsins að hlæja og gráta með Ladda. Fyrir mér er þetta hlutverkið sem þjóðin átti inni hjá honum og það er heldur betur að sýna sig,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en Jarðarförin mín er byggð á hans hugmynd. 

„Ég er virkilega ánægður með móttökurnar og áhugann á seríunni hjá áskrifendum með Sjónvarp Símans Premium. Það er frábært að svona margir fái að sjá þessa hlið á Ladda, enda einn allra besti leikari landsins,“ segir Kristófer Dignus, leikstjóri seríunnar.

Engin þáttaröð hefur áður hlotið viðlíka móttökur og Jarðarförin mín. Búast má við að enn fleiri muni gefa sér tíma til að horfa þegar líður á apríl en heimili með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium eru í dag 45.000. Þáttaröðin er einnig sýnd í opinni dagskrá á sunnudagskvöldum kl. 20.00 í Sjónvarpi Símans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup