Einn helsti ballöðupoppari Frakklands látinn

Christophe lést í gærkvöldi á sjúkrahúsi í Brest.
Christophe lést í gærkvöldi á sjúkrahúsi í Brest. AFP

Franski tónlistarmaðurinn Christophe, sem er einn þekktasti ballöðupoppari Frakklands, er látinn 74 ára að aldri. Banamein hans var lungnaþemba.

Í síðasta mánuði greindi Le Parisien frá því að Christophe hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar en það fékkst ekki staðfest af fjölskyldu söngvarans. Ekkert er minnst á kórónuveiruna í dánartilkynningu frá fjölskyldunni en einhverjir fjölmiðlar í Frakklandi tala um hana sem orsök lungnaþembunnar.

Christophe hét réttu nafni Daniel Bevilacqua og fæddist í árið 1945 í úthverfi Parísar. Hans fyrsta fræga ballaða var Aline og kom út á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt hans frægasta lag er Les Mots Bleus við texta Jean-Michel Jarre.

Jarre er einn þeirra sem minnast hans á Twitter auk menningarmálaráðherra Frakklands, Franck Riester, sem segir að melódíur og rödd hafi hreyft við öllum. Án Christophe hefði franska ballaðan (chanson) misst hluta af sálu sinni. 

Christophe gaf út 14 hljóðversplötur og kom sú síðasta út fyrir fjórum árum, Les Vestiges du Chaos. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Véronique, en þau gengu í hjónaband árið 1971, og eiga þau eina dóttur, Lucie. 

France Bleu

Le Monde

Le Parisien

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
5
Ragnheiður Gestsdóttir