Eurovision-veisla á RÚV þrátt fyrir enga keppni

Það verður sannkölluð Eurovision-veisla á Rúv.
Það verður sannkölluð Eurovision-veisla á Rúv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eurovision verður ekki með hefðbundnum hætti í ár en þjóðin fær engu að síður sína Eurovision-gleði. Þátturinn Eurovision – Europe Shine a Light verður í beinni útsendingu frá EBU í frá Hollandi 16. maí og þar verður Daði okkar í aðalhlutverki ásamt öllum hinum listamönnunum, 41 talsins, sem valdir voru til þátttöku í Eurovision.

Fulltrúar þjóðanna senda skemmtilegar myndbandskveðjur til áhorfenda og flytja saman þekkt Eurovision-lag á nýstárlegan hátt. Í þættinum verða sýnd brot úr öllum lögunum sem áttu að taka þátt í keppninni í ár og þekktar Eurovision-stjörnur koma við sögu svo fátt eitt sé nefnt.

RÚV ætlar svo sannarlega að hita upp fyrir Eurovision-gleðina í maí. Upptakturinn að veislunni hefst annað kvöld í fyrsta þætti Alla leið. Felix Bergsson og gestir hans fjalla þar um öll lögin sem valin voru til þátttöku í ár og Björg Magnúsdóttir fær gott fólk til að rifja upp skemmtilegar Eurovision-minningar og spjalla um keppnina fyrr og nú. Álitsgjafarnir verða auðvitað á sínum stað, kveða upp dóm sinn um lögin og spá í hver hefði borið sigur úr býtum þetta árið.

Laugardaginn 2. maí verður opnað fyrir kosningu á ruv.is/12stig. Þjóðin velur þar sín uppáhaldslög í Eurovision í ár og vega atkvæði hennar 50% á móti atkvæðum álitsgjafa þáttanna.

Einkunnir álitsgjafanna og kosning áhorfenda á vefnum ráða því svo hvaða 15 lög fá að keppa í sérstöku Eurovision-partíi sem verður slegið upp í beinni útsendingu fimmtudaginn 14. maí. Það er einmitt kvöldið sem Daði Freyr átti að flytja framlag Íslands í ár, lagið Think About Things.

Í sérstökum þætti hinn 12. maí verður því ljóstrað upp hvaða 15 lög þjóðin og álitsgjafar Alla leið völdu til að keppa í íslensku Eurovision-gleðinni – okkar 12 stigum sem verður á dagskrá 14. maí. Leikin verða brot úr lögunum 15, spáð í spilin og hitað upp fyrir fimmtudagskvöldið.

Vegleg Eurovision-veisla verður svo haldin fimmtudaginn 14. maí. Þar gefst þjóðinni kostur á að kjósa og komast þannig að því hvaða lag hefði fengið 12 stig frá Íslandi. Skemmtilegt Eurovision-kvöld fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlist, sprell og gleði verða við völd. Góðir gestir koma í heimsókn og Daði og Gagnamagnið heilsa landsmönnum með skemmtilegum hætti. Gísli Marteinn Baldursson kynnir lögin 15 af sinni alkunnu snilld en gleðistjórarnir, og stjórnendur þáttarins, eru Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar