RAX: Ljóðrænn sögumaður með þjálfað auga

„Ragnar hefur myndað Norðurskautið og íbúa þess í meira en …
„Ragnar hefur myndað Norðurskautið og íbúa þess í meira en þrjá áratugi svo það er óhætt að segja að Ragnar festi sína myndir á filmu með þjálfuðu auga.“ Ljósmynd/Aðsend

Ljósmyndatímaritið Gobe vekur athygli á íslenska ljósmyndaranum Ragnari Axelssyni, sem er betur þekktur sem RAX, í greininni „Níu ljósmyndarar sem þú ættir að fylgjast með á Instagram“.

RAX hefur á undanförnum árum sífellt skapað sér stærra nafn í heimi alþjóðlegrar ljósmyndunar og því er ekkert nýtt að ljósmyndir hans dragi að sér erlenda athygli. RAX starfaði á Morgunblaðinu um 46 ára skeið en lét af störfum í byrjun mars.


View this post on Instagram

A post shared by Ragnar Axelsson (@ragnaraxelsson) on Sep 7, 2019 at 8:08am PDT

Tæplega 22.000 fylgjendur á Instagram

„Ragnar hefur myndað norðurskautið og íbúa þess í meira en þrjá áratugi svo það er óhætt að segja að Ragnar festi sínar myndir á filmu með þjálfuðu auga. Einlita síða sýnir einlæga tileinkun Ragnars á skörpum og hrikalegum landsvæðum, dýrum og fólki frá Grænlandi, Íslandi og öðrum norrænum slóðum. Ragnar er ljóðrænn sögumaður í gegnum ljósmyndir sem fylgja jafn forvitnilegir myndatextar,“ segir í umsögn Gobe um instagramreikning RAX.

RAX er með tæplega 22.000 fylgjendur á Instagram og má leiða að því líkum að hann beri höfuð og herðar yfir aðra karlmenn á sínum aldri hvað fylgjendafjölda varðar. 

Hann er kynntur fyrstur til leiks af níu ljósmyndurum en á listanum má meðal annars finna nútímalega ljósmyndarann Yumna og Chris Smith sem hefur fyllt instagramsíðu sína af ótrúlegum sjálfsmyndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup