Borgen snýr aftur

Sidse Babett Knudsen í hlut­verki sínu sem for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Birgitte …
Sidse Babett Knudsen í hlut­verki sínu sem for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Birgitte Ny­borg. Esben Salling

Áhugafólk um danska sjónvarpsþáttagerð gleðst nú en tilkynnt hefur verið að dönsku sjónvarpsþættirnir Borgen, eða Höllin, snúa aftur á skjáinn. Danska ríkistútvarpið framleiðir þættina í samstarfi við Netflix. Nýja þáttaröðin verður sú fjórða og verður frumsýnd árið 2022. Sjónvarpsþættirnir voru geysivinsælir þegar þeir voru sýndir á árunum 2010 til 2013. 

Danska ríkistútvarpið sýnir nýju þættina áður en að þeir verða aðgengilegir á Netflix. Framleiðsluferðlið er kunnuglegt Íslendingum en íslensku þættirnir Brot voru frumsýndir á Íslandi áður en þeir voru gerðir aðgengilegir á Netflix. Eldri þáttaraðirnar verða einnig gerðar aðgengilegar á Netflix seinna á þessu ári. 

Leikararnir snúa aftur og sem fyrr er það danska leikkonan Sidse Babett Knudsen sem fer með hlutverk stjórnmálakonunnar Birgitte Ny­borg. Þegar sjónvarpsáhorfendur hitta Nyborg aftur er hún tekin við utanríkisráðuneyti Danmerkur eftir langan tíma í stjórnarandstöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney