Áhugafólk um danska sjónvarpsþáttagerð gleðst nú en tilkynnt hefur verið að dönsku sjónvarpsþættirnir Borgen, eða Höllin, snúa aftur á skjáinn. Danska ríkistútvarpið framleiðir þættina í samstarfi við Netflix. Nýja þáttaröðin verður sú fjórða og verður frumsýnd árið 2022. Sjónvarpsþættirnir voru geysivinsælir þegar þeir voru sýndir á árunum 2010 til 2013.
Danska ríkistútvarpið sýnir nýju þættina áður en að þeir verða aðgengilegir á Netflix. Framleiðsluferðlið er kunnuglegt Íslendingum en íslensku þættirnir Brot voru frumsýndir á Íslandi áður en þeir voru gerðir aðgengilegir á Netflix. Eldri þáttaraðirnar verða einnig gerðar aðgengilegar á Netflix seinna á þessu ári.
Leikararnir snúa aftur og sem fyrr er það danska leikkonan Sidse Babett Knudsen sem fer með hlutverk stjórnmálakonunnar Birgitte Nyborg. Þegar sjónvarpsáhorfendur hitta Nyborg aftur er hún tekin við utanríkisráðuneyti Danmerkur eftir langan tíma í stjórnarandstöðu.