Leikarinn Irrfan Khan látinn

Irrfan Khan.
Irrfan Khan. AFP

Indverski Bollywood-leikarinn Irrfan Khan er látinn 53 ára að aldri. Irrfan Khan varð heimsþekktur fyrir leik í kvikmyndum eins og Slumdog Millionaire, Life of Pi, Inferno og Jurassic Park, en í heimalandinu voru það myndir eins og Maqbool, Piku og Paan Singh Tomar sem hann var þekktastur fyrir.

Amitabh Bachchan, Deepika Padukone og Irrfan Khan.
Amitabh Bachchan, Deepika Padukone og Irrfan Khan. AFP

Samkvæmt frétt Times of India lést hann á sjúkrahúsi í Mumbai í dag en hann var lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í ristli. Irrfan Khan greindist með krabbamein árið 2018 og hefur barist við það síðan þá. 

Bollywood-leikararnir Irrfan Khan og Shah Rukh Khan.
Bollywood-leikararnir Irrfan Khan og Shah Rukh Khan. AFP

Síðasta mynd Irrfan Khan er Angrezi Medium en hún var frumsýnd nokkrum dögum áður en útgöngubanni var komið á í Indlandi. 

Irrfan Khan lætur eftir sig eiginkonu, Sutapa, og tvo syni, Babil og Ayan.

Breski leikarinn Patrick Stewart og indverski leikarinn Irrfan Khan.
Breski leikarinn Patrick Stewart og indverski leikarinn Irrfan Khan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir