Hafþór Júlíus með yfir 3 milljónir fylgjenda

Hafþór Júlíus Björnsson er vinsæll á samfélagsmiðlum.
Hafþór Júlíus Björnsson er vinsæll á samfélagsmiðlum. AFP

Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að bæta við sig fylgjendum á Instagram og er Fjallið eins og hann er kallaður kominn með yfir þrjár milljónir fylgjenda. Fáir Íslendingar komast með tærnar þar sem Hafþór Júlíus er með hælana. 

Hafþór Júlíus er með rétt rúmlega þrjár milljónir fylgjenda. Tæp tvö ár eru síðan að knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason náði þeim Hafþóri Júlíusi og CrossFit-stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur í vinsældum. Nú hefur Hafþór Júlíus þó heldur betur bætt í. Rúrik er komin niður fyrir milljón og Katrín Tanja er komin upp í 1,7 milljónir. 

Hafþór Júlíus birtir aðallega myndir af sér hnykla vöðvanna og stendur ekki á viðbrögðum aðdáanda hans. Eru yfirleitt vel yfir 100 þúsund aðdáendur sem líka við hverja mynd sem hann deilir. 

Hér sést að Hafþór Júlíus er kominn með yfir þrjár …
Hér sést að Hafþór Júlíus er kominn með yfir þrjár milljónir fylgjenda. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård