Fyrirsætan Kendall Jenner lætur iðulega í sér heyra þegar hún er gagnrýnd fyrir að vera með mismunandi körfuboltamönnum. Fyrr í vikunni var fjallað um það í fjölmiðlum að fyrirsætan væri nú í sambandi með Devin Booker, leikmanni körfuboltaliðsins Phoenix Suns.
Jenner og Booker sáust saman í bíl á leið til Sedona. Þetta er í það minnsta fjórði NBA-leikmaðurinn sem Jenner sést með en hún var áður í sambandi með NBA-leikmanninum Ben Simmons. Hún hefur líka sést á stefnumóti með körfuboltamönnunum Kyle Kuzma og Blake Griffin.
Netröll á Twitter létu þær fréttir að Jenner hafi sést með Booker ekki framhjá sér fara. Eitt gerði grín af því hvernig NBA-leikmenn skiptust á að fara á stefnumót með fyrirsætunni.
Nba players passing around Kendall Jenner pic.twitter.com/R9AukaIJTH
— PJ Gear (@Gearr_PJ) April 29, 2020
Jenner greip hinsvegar fljótt inn í og svaraði tístinu og sagði að fólk léti eins og hún vissi ekki hvað hún væri að gera. Tíst hennar hlaut mikið lof og systur hennar voru sérstaklega ánægðar með svar hennar.
they act like i’m not in full control of where i throw this cooch https://t.co/DOCPKMdW6K
— Kendall (@KendallJenner) April 29, 2020