Kveikti óvart í heimaræktinni

Britney Spears kveikti óvart í ræktinni heima hjá sér.
Britney Spears kveikti óvart í ræktinni heima hjá sér. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears greindi frá því í gær að hún hafi óvart kveikt í ræktinni heima hjá sér og á aðeins tvö ræktartæki eftir. 

Spears og margar aðrar stjörnur átti allt til líkamsræktar heima hjá sér áður en kórónuveiran olli því að líkamsræktarstöðvar lokuðu. Atvikið átti sér stað fyrir 6 mánuðum en Spears greindi fyrst frá því í gær. 

Hún segir að hún hafi kveikt á nokkrum kertum inni í ræktinni og farið svo í annað herbergi. Þegar hún kom til baka hafði eldurinn breiðst út um herbergið. Eldurinn breiddist ekki út um húsið hinsvegar. 

Spears fótbrotnaði fyrir nokkrum mánuðum síðan og hefur því ekki getað stundað líkamsrækt af fullum krafti. Hún greindi þó frá því í gær að hún væri byrjuð að hreyfa sig og dansa aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir