Yahya Hassan fallinn frá

„Ég hef allt frá byrjun verið meðvitaður um að það …
„Ég hef allt frá byrjun verið meðvitaður um að það sem ég hefði að segja væri ekki líklegt til vinsælda, sagði Hassan í viðtali við Morgunblaðið árið 2014. mbl.is/Golli

Danska ljóðskáldið Yahya Hassan er látinn, 24 ára að aldri. Hassan var umdeildur fyrir skrif sín sem nutu þó gífurlegra vinsælda. Hann fannst látinn í íbúð sinni í Árósum í gær. 

Danskir miðlar greina frá andláti Hassan en lögreglan í Árósum segir að ekkert bendi til þess að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. 

Hassan sló í gegn árið 2013 með sjálfsævisögulegri ljóðabók sem hét eftir honum, Yahya Hassan. Þá var Hassan einungis 18 ára gamall en ljóðin lýstu uppeldi í skugga ofbeldis og glæpa en hann ólst upp í svokölluðu gettói. 

Ljóðabókin seldist í um 120.000 eintökum en aldrei áður hafði svo stórt upplag ljóðabóka selst í Danmörku. 

Sakaði fyrstu kynslóð innflytjenda um trúarlegan tvískinnung

Í bókinni sakaði Hassan fyrstu kynslóð innflytjenda um að nýta sér almannatryggingakerfi Danmerkur og um það sem hann kallaði sjálfur trúarlegan tvískinnung. Hassan fæddist sjálfur í Árósum árið 1995.

Ljóðabókin var seld til Íslands, Hollands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Spánar, Ítalíu, Brasilíu og Þýskalands. 

Hassan kom hingað til lands árið 2014 og kynnti ljóðabók …
Hassan kom hingað til lands árið 2014 og kynnti ljóðabók sína. mbl.is/Kristinn

Var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Stuttu eftir að hann sendi frá sér ljóðabókina tók hann gagnrýnina einu skrefi lengra í danska netmiðlinum Politiken. Þar ásakaði hann fyrstu kynslóð innflytjenda um að hafa ollið því að svo mörg börn hennar hafi hellst úr námi og orðið glæpamenn. 

„Ég er fjandi reiður yfir kynslóð foreldra minna sem kom til Danmerkur seint á níunda áratugnum. Hún hefur algjörlega brugðist börnum sínum. Um leið og kynslóðin lenti á flugvellinum var eins og foreldrahlutverkið væri horfið. Við höfum séð foreldra okkar á almannatryggingum rotna án þess að gera neitt,“ sagði Hassan þá í Politiken. 

Í nóvember í fyrra kom nýjasta ljóðabók Hassans út, Yahya Hassan 2. Hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Lífshlaup Hassans var ekki alltaf dans á rósum en hann var dæmdur í 21 mánaða gæsluvarðhald fyrir ofbeldisbrot árið 2016. Ári áður bauð hann sig fram til þings fyrir Þjóðarflokkinn en hlaut ekki kjör og var síðar rekinn úr flokknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup