Fagurfræðin fullkomnuð

Florian Schneider með Kraftwerk á gullaldarárum sveitarinnar á seinnihluta áttunda …
Florian Schneider með Kraftwerk á gullaldarárum sveitarinnar á seinnihluta áttunda áratugarins.

Hvar er hægt að byrja þegar kemur að því að skrifa um Kraftwerk. Þegar fréttirnar bárust af því að Florian Schneider, annar af stofnendum sveitarinnar, hefði látist í vikunni létu viðbrögðin ekki bíða eftir sér á samfélagsmiðlum. Aðdáendur hérlendis eru margir og þeir eru ófáir, sérstaklega á meðal þeirra sem virkilega láta tónlist sig varða, sem halda því fullum fetum fram að sveitin sé sú áhrifamesta sem hefur komið fram. Mikið til í því en auðvitað ómögulegt að sannreyna.

Risar í tónlist, fólk á borð við Coldplay og David Bowie, hefur ekki leynt aðdáuninni og þá auglýsi ég hér með eftir raftónlistarmanni sem ekki kann að meta Kraftwerk. Afar ólíklegt hann sé einhversstaðar. Ég hef hitt tónlistarfólk sem kann ekki að meta Bítlana! en ég man ekki eftir neinum sem hlustar á tónlist af einhverjum áhuga sem leiðist Kraftwerk. Algerlega ósnertanleg sveit.  

Margt hefur verið skrifað um Florian. Aristókratan, listnemann og arkitektasoninn frá Dusseldorf sem ólst upp í Þýskalandi eftirstríðsáranna. Hann gaf ekki mörg færi á viðtölum í gegnum tíðina en eftir því sem maður hefur heyrt frá fólki sem komst í návígi við kappann var hann víst skrautlegur furðufugl. Hér verður þó lítið gert til að kafa dýpra í það, hér er safnað saman nokkrum áhugverðum upptökum af ferli Florians með Kraftwerk en mikið magn af myndskeiðum er að finna í youtube með sveitinni.

Fyrsta upptakan sjónvarpsupptakan sem finna má á netinu af Kraftwerk koma fram er frá árinu 1970. Hljómurinn er frumstæður en greinilega má heyra vísi að því sem koma skyldi og ljóst var að stefnan hafði verið tekin á ókönnuð mið. Þarna voru þeir félagar enn sem komið var síðahærðir og hippalegir sem átti auðvitað eftir að breytast. Florian sést þarna með þverflautuna sem var stór þáttur af Kraftwerk-hljómnum í upphafi. 

Á sömu tónleikum má heyra enn sterkari vísbendingar um áttina sem þeir Florian og Ralf stefndu í. Taktföst, stílhrein og kuldaleg en eitursvöl tónlist. Fyrsta teknóið.

1973 var búið að skipta hefðbundnu trommusetti út fyrir frumstæðar tölvutrommur. Þarna voru drengirnir greinilega komnir á sporið enda einugis eitt ár í útgáfu Autobahn. 

Spotify mætti halda að Autobahn væri fyrsta plata sveitarinnar en áður höfðu þeir gefið út plötur sem voru ekki jafn meitlaðar hugmyndafræðilega og meira í ætt við tíðarandann. Mikilvægi plötunnar verður líklega seint ofmetið. Þarna sneru þeir hugmyndum fólks um tónlist og popp algerlega á hvolf og opnuðu leiðir fyrir sig og aðra sem höfðu áður verið óhugsandi.

Hér má sjá hvernig vélræn tónlist Þjóðverjanna kom kvikmyndatökuliði BBC fyrir sjónir árið 1975. 

Á næstu sjö árum komu út Radio-Activity, Trans Europa Express, Die Mensch-Maschine og Computerwelt. Ótrúlegur sprettur. Á þessari upptöku frá árinu 1978 má sjá Kraftwerk í sinni tærustu mynd. Naumhyggjuleg fagurfræði sveitarinnar fullkomnuð í flutningi á laginu um vélmennin, einum af stærstu smellum sveitarinnar.  

Líklega hefur enginn verið jafn innblásinn í lýsingum á mikilvægi Kraftwerk en þeir Bergur Ebbi og Snorri Helgason í Fílalag þegar þeir fíluðu Trans Europa Express. Það er alveg óhætt að rifja það upp við þetta tækifæri enda erum við að tala um einn af stærstu meisturunum sem er fallinn frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir