Segir áhrifavald senda vafasöm skilaboð

Hitaeiningainnihald máltíðarinnar.
Hitaeiningainnihald máltíðarinnar.

Skjáskot af hitaeiningainnihaldi sem áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir setti á Instagram-síðu sína í dag hefur vakið talsverða athygli. Um er að ræða hádegismat sem innihélt aðeins 209 hitaeiningar, en mörgum finnst Sunneva vera að senda vafasöm skilaboð með því að birta innihaldið. 

Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir vakti athygli á þessu í færslu á Facebook í dag. 

„Hér sit ég að skrolla í gegnum instagram og sé þá mynd frá einum helsta áhrifavaldi íslands sem tengist heilsu og „heilbrigðum” lífstíl. Á myndinni sést hádegismatseðill áhrifavaldsins sem samanstendur af máltíð sem gefur heilar 209 hitaeiningar, já og það í hádegismat. Ég veit að margar ungar stelpur fylgja þessum einstaklingi á instagram. Það er ótrúlegt að áhrifavaldar átti sig ekki á þessum óbeinu skilaboðum sem þeir setja fram og án allra ábyrgðar. Pössum okkur hvað veitir okkur/börnunum okkar innblástur,“ segir meðal annars í færslunni. 

Sandra segir í samtali við mbl.is að hún vilji ekki ráðast á neinn heldur vekja athygli á því að íþróttafólk taki þetta ekki til fyrirmyndar, en fjölmargir hafa deilt færslu Söndru á Facebook. Þessu sé ekki beint til Sunnevu frekar en annarra. Hún vilji aðeins vekja athygli á því að áhrifavaldar verði að vera meðvitaðir um þau skilaboð sem þeir senda til fylgjenda sinna.

Sunneva sagði í færslu á Instagram að um hafi verið að ræða millimál. „Þið sáuð þarna snarl og pointið mitt var að þetta var mikill matur en lítið af cal,“ sagði Sunneva. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka