„Falleg, köld og óhugnanleg“

Danny, leikinn af Danny Lloyd, hjólar um ganga Overlook-hótelsins í …
Danny, leikinn af Danny Lloyd, hjólar um ganga Overlook-hótelsins í The Shining.

Kvik­mynd­in Shining var frum­sýnd árið 1980 og stend­ur því á fer­tugu. Af því til­efni er fjallað um hana í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ og rætt við kvik­mynda­fræðing­inn Odd­nýju Sen sem er afar fróð um mynd­ina og leik­stjóra henn­ar, Stanley Ku­brick. 

Oddný Sen kvikmyndafræðingur.
Odd­ný Sen kvik­mynda­fræðing­ur.

Odd­ný seg­ir að í mynd­inni mega finna hliðstæður og and­stæður og nefn­ir sem dæmi að talað sé um tvo um­sjón­ar­menn eða hús­verði hót­els­ins sem er sögu­svið mynd­ar­inn­ar. Í byrj­un mynd­ar­inn­ar er Jack Torr­ance, leik­inn af Jack Nichol­son, í at­vinnu­viðtali og seg­ir rekstr­ar­stjóri hót­els­ins hon­um þá að Char­les nokk­ur Gra­dy hafi misst vitið af því að vera lokaður inni í hót­el­inu og drepið dæt­ur sín­ar, átta og tíu ára. „En þegar Jack hitt­ir draug­inn þá heit­ir hann allt öðru nafni, hann heit­ir Del­bert Gra­dy og á tví­bura. Það er dæmi um þess­ar and­stæður og hliðstæður og draug­arn­ir eru í ein­hverju öðru hlut­verki,“ seg­ir Odd­ný. 

Jack Nicholson í hlutverki Jack Torrance í The Shining.
Jack Nichol­son í hlut­verki Jack Torr­ance í The Shining.

Hún seg­ir dæmi­gert fyr­ir flest­ar kvik­mynd­ir Ku­brick að ruglað sé í áhorf­end­um. „Hann vill ekki að áhorf­and­inn sitji og sé bara mataður á ein­hverri hryll­ings­mynd eða ein­hverri mynd, hann vill að áhorf­and­inn taki þátt í mynd­inni. Og það ger­ir hann mjög sér­stak­an sem leik­stjóra en ég held að þetta hafi valdið því að mynd­in fékk kannski ekk­ert rosa­lega góða dóma fyrst, fólki fannst hún ein­mitt rugl­ings­leg og allt of löng en það er ein­mitt skemmti­leg­ur vink­ill á mynd­inni sem hef­ur haft gríðarleg áhrif á hryll­ings­mynda­gerð nú­tím­ans og líka bara á kvik­mynda­leik­stjóra nú­tím­ans,“ seg­ir Odd­ný. 

Stanley Kubrick er einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri sögunnar.
Stanley Ku­brick er einn áhrifa­mesti kvik­mynda­leik­stjóri sög­unn­ar.

Skoðaði yfir þúsund hót­el 

Ku­brick var þekkt­ur fyr­ir full­komn­un­ar­áráttu sína, of­ur­ná­kvæm vinnu­brögð og áráttu­kennda hegðun. Lagði hann mikið á leik­ara og tök­ulið kvik­mynd­ar­inn­ar og var aðalleik­kon­an, Shell­ey Duvall, á barmi tauga­áfalls og hef­ur lýst ómennsku álag­inu sem var á henni í tök­um. Gott dæmi um leit hans að full­komn­un og þrá­hyggju er leit hans að rétta hót­el­inu fyr­ir mynd­ina. „Hann fór og skoðaði eitt­hvað yfir þúsund hót­el í Banda­ríkj­un­um áður en hann fann Over­look-hót­elið sem er bara notað að utan og síðan hannaði hann sjálf­ur sviðsmynd­ina inni í stúd­íói,“ nefn­ir Odd­ný. 

Stephen King árið 2018.
Stephen King árið 2018.

Stephen King, höf­und­ur bók­ar­inn­ar sem hand­rit mynd­ar­inn­ar var unnið upp úr, var mjög ósátt­ur við kvik­mynd­ina, eins og frægt er orðið, og líkti henni við fag­ur­lega hannaða bif­reið án vél­ar. Þótti mynd­in sál­ar­laus. „Þetta fannst mörg­um gagn­rýn­end­um þegar hún kem­ur fyrst fram og það er al­veg gagn­rýni vert að mynd­ir Ku­brick eru mjög kald­ar, þær eru mjög kald­ar og fjar­læg­ar,“ seg­ir Odd­ný. „Ég myndi segja að hún væri fal­leg, köld og óhugn­an­leg.“

Shelley Duvall í hlutverki Wendy í The Shining.
Shell­ey Duvall í hlut­verki Wen­dy í The Shining.

Tíma­laust meist­ara­verk

Odd­ný kenn­ir kvik­mynda­fræði og seg­ir nem­end­ur hafa tekið mynd­inni mjög vel og þyki hún hafa elst vel. Nem­end­ur séu m.a. hrifn­ir af löngu hjólap­alla­skot­un­um, stíl­bragði sem Qu­ent­in Tar­ant­ino hef­ur notað mikið auk fleiri leik­stjóra. „Og líka þetta að sýna eitt­hvað og við vit­um að eitt­hvað óhugn­an­legt er að fara að ger­ast og svo ger­ist það allt í einu. Þetta er gald­ur­inn við The Shining og ger­ir hana að því tíma­lausa meist­ara­verki sem hún er þótt hún hafi fengið mis­jafn­ar viðtök­ur og verið um­deild.“

Hér fyr­ir neðan má finna hlaðvarpsþátt­inn um The Shining. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir