Finnur til með Daða Frey

Daði Freyr og Gagnamagnið.
Daði Freyr og Gagnamagnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter van de Veire finnur sérstaklega mikið til með Daða Frey og Gagnamagninu fyrir að hafa ekki getað flutt lagið Think About Things í lokakeppni Eurovision.

„Ísland var með lag í hæsta gæðaflokki og hefði vel getað unnið hefði keppnin verið haldin,“ sagði Veire í samtali við AP-fréttastofuna en viðtalið er birt á vef New York Times. „Lagið hefði getað slegið í gegn um allan heiminn. Þannig verður það ekki núna,“ bætti hann við.

Hann sagði vinsældir íslenska lagsins þó vera miklar á netinu, sem séu sárabætur. „Ég hefði aldrei trúað því að það yrði eins vinsælt þar. Á TikTok eru 44 þúsund myndbönd þar sem lagið er notað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar