Bandaríska leikkonan Lori Loughlin hefur ákveðið að lýsa sig seka um samsæri í háskólasvindlmálinu svokallaða.
Loughlin, sem sló í gegn í gamanþættinum Full House á níunda og tíunda áratugnum, þarf að dúsa í tvo mánuði í fangelsi og greiða 150 þúsund dollara sekt.
Einnig þarf hún að inna af hendi eitt hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu.
Hún og eiginmaður hennar voru á meðal fimmtíu manns sem voru sökuð um að hafa svindlað til að hjálpa börnum sínum að komast að í fínustu háskólum Bandaríkjanna.
Breaking News: The actress Lori Loughlin and the designer Mossimo Giannulli agreed to plead guilty and serve prison time in the college admissions scandal https://t.co/CyqugjtPK8
— The New York Times (@nytimes) May 21, 2020