Þessi leika í Kötlu

Hluti leikarahópsins sem leikur í Kötlu.
Hluti leikarahópsins sem leikur í Kötlu. Netflix /Lilja Jonsdottir

Tökur á íslensku Netflix-þáttaröðinni, Kötlu, eru hafnar. Meðal leikara eru Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki Samper, Björn Thors og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Þættirnir eru úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks og framleiddir af RVK Studios.

Einu ári eftir gos í Kötlu hefur líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðast til að yfirgefa bæinn því jökullinn nálægt eldfjallinu byrjar að bráðna. Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar, segir í fréttatilkynningu um Kötlu. 

Baltasar Kormákur leikstjóri Kötlu ásamt nokkrum úr hópi leikara.
Baltasar Kormákur leikstjóri Kötlu ásamt nokkrum úr hópi leikara. Netflix/Lilja Jonsdottir

Leikhópinn skipa einnig Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton og síðast en ekki síst hinn 9 ára gamli Hlynur Atli Harðarson.

Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim og verður frumsýningardagur kynntur síðar.

Frekari upplýsingar um Kötlu má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach