Michael Angelis látinn

Micheal Angelis fæddist árið 1952 í Liverpool.
Micheal Angelis fæddist árið 1952 í Liverpool.

Breski leikarinn Michael Angelis er látinn, 76 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum á borð við Boys from the Blackstuff og þá var hann sögumaður í barnaþáttunum um eimreiðina Tómas (e. Thomas the Tank Engine). 

Umboðsmaður hans greindi frá andlátinu, en Angelis lést skyndilega á heimili sínu í gær, að því er segir á vef BBC.  

Angelis, sem fæddist í Liverpool, talsetti alls 13 þáttaraðir sem sögðu sögu eimreiðarinnar, en hann tók við keflinu af Bítilnum Ringo Starr árið 1991. 

Boys from the Blackstuff, sem fjölluðu um glímuna við atvinnuleysi,  nutu vinsælda á níunda áratugnum, en þættirnir unnu m.a. til Bafta-verðlauna. Þar lék Angelis m.a. á móti leikonuni Julie Walters. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar