Græddi á því að syngja ekki

Victoria Beckham græddi vel á tónleikum Spice Girls.
Victoria Beckham græddi vel á tónleikum Spice Girls. AFP

Victoria Beckham, fatahönnuður og fyrrverandi kryddpía, græddi töluvert á því þegar Kryddpíurnar eða Spice Girls komu saman í fyrra. Beckham sem hefur snúið sér að tísku er talin hafa grætt eina milljón punda eða um 170 milljónir íslenskra króna á endurkomu Kryddpíanna að því fram kemur á vef The Sun

Kryddpíurnar sem voru afar vinsælar á tíunda áratug síðustu aldar komu aftur saman í fyrra og fóru á tónleikaferðalag. Þær voru þó bara fjórar þar sem frú Beckham ákvað að fara ekki með. Hún fær þó einn fimmta af hinum ýmsu tekjum sem tengjast Kryddpíuvörumerkinu. Það sama átti við í fyrra þrátt fyrir að þær Mel C, Geri, Emma og Mel B hafi tekið á sig alla vinnuna ef svo má að orði komast. 

Í fyrra fékk Beckham aðeins 700 þúsund pund eða tæpar 120 milljónir borgaðar frá tískumerki sínu sem stendur völtum fótum eins og staðan er í dag. Félagið Spice Girls Limited græddi 4,5 milljónir punda í fyrra. Árið áður, þegar sveitin var enn í dvala, voru tekjurnar aðeins 124 þúsund pund. 

Kryddpíurnar allar saman komnar árið 2012.
Kryddpíurnar allar saman komnar árið 2012. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir