Kláraði handritið of seint

Philip Seymour Hoffman heitinn fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem …
Philip Seymour Hoffman heitinn fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Truman Capote í samnefndri kvikmynd. Það var þó í vitlausri mynd um Capote, að mati handritshöfundarins Douglas McGrath að minnsta kosti. AFP

Sumarið 2003 lauk handritshöfundurinn Douglas McGrath við handrit sitt að kvikmynd um rithöfundinn Truman Capote. Hann hringdi þá í vin sinn í kvikmyndaiðnaðnum, Bingham Ray, sem hann hafði unnið með að sinni síðustu mynd. McGrath sagði frá í viðtali við The New Yorker.

„Góðar fréttir,“ sagði McGrath. „Ég kláraði handritið!“

„Ég veit,“ svaraði Ray. „Ég er með það á skrifborðinu mínu!“

Handritið á skrifborði Rays var allt annað handrit, skrifað af Dan Futterman. Það handrit varð að myndinni Capote sem kom í kvikmyndahúsin í upphafi ársins 2006. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd það árið og hlaut Philip Seymour Hoffman Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Capote.

Handrit McGrath, sem varð að myndinni Infamous og kom út seinna sama ár, fjallar um sama tíma í lífi Capote og handrit Futterman, árin sem hann vann að einni af sínum þekktustu bókum, In Cold Blood.

Ótrúleg tilviljun. Og, þar sem Infamous gekk skelfilega í kvikmyndahúsum, ótrúleg óheppni. Eða hvað?

Blindar ófreskjur

Í símaspjalli í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar varpaði Bergur Ebbi Benediktsson þeirri kenningu fram að frá Hollywood kæmu oft mjög svipaðar kvikmyndir með mjög stuttu millibili. Þetta gerðist svo oft og söguþráðurinn svo líkur að ekki gæti verið um tilviljun að ræða.

Raunar er kenningin ekki upprunalega Bergs eins og hann benti sjálfur á í þættinum. Hún er ekki einu sinni kenning, heldur vel þekkt fyrirbæri í kvikmyndaheiminum sem kallast tvíburamyndir (e. twin films).

Spennutryllirinn The Quiet Place kom út vorið 2018. Myndin fjallar um fjölskyldu sem reynir að lifa af í dystópískum heimi þar sem blindar verur veiða sér fólk til matar með hljóðinu einu. Um ári seinna kom út myndin The Silence. Jú, þið giskuðuð rétt. Myndin fjallar um ógnvænlegar verur sem reiða sig á hljóð við mannaveiðar.

Nánar er fjallað um tvíburamyndir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup