Fékk mun lengri tíma en Meghan

Harry og Meghan sjást hér í öftustu röð rétt áður …
Harry og Meghan sjást hér í öftustu röð rétt áður en þau hættu að sinna opinberum skyldum. Fyrir framan sitja þau Játvarður og Sophie. Fremst eru Vilhjálmur og Katrín. AFP

Sophie greifynja af Wessex, opnaði sig meðal annars um fráhvarf Harry og Meghan úr bresku konungsfjölskyldunni í viðtali við The Sunday Times um helgina að því fram kemur á vef Hello.  Hin 55 ára gamla Sophie er sérstaklega vinnusöm en hún gekk í hjónaband með Játvarði, yngsta syni Elísabetar Bretadrottningar, árið 1999. 

„Ég bara vona að þau verði hamingjusöm,“ sagði greifynjan Sophie um þau Harry og Meghan. Sophie sagði jafnframt að allir í konungsfjölskyldunni gerðu sitt til þess að bjóða nýtt fólk velkomið í fjölskylduna. 

Hún talaði einnig óbeint um hversu stuttan tíma Meghan fékk til þess að aðlagast konungsfjölskyldunni. Harry og Meghan kynntust árið 2016 og innan við tveimur árum seinna voru þau gift. 

„Mundu, ég fékk fimm ár til þess að aðlagast,“ sagði Sophie sem benti einnig á að hún hefði búið í Buckingham-höll í sex mánuði á meðan trúlofun hennar og Játvarðs stóð. 

Sophie er sögð eiga sérstaklega gott samband við drottninguna og sem og Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. 

Sophie greifynja í brúðkaupi Harry og Meghan árið 2018.
Sophie greifynja í brúðkaupi Harry og Meghan árið 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir