Miður sín vegna ásakana

Leikkonan Lea Michele.
Leikkonan Lea Michele. AFP

Glee-stjarnan Lea Michele er sögð vera miður sín yfir því að mikið er talað um erfið samskipti hennar við fyrrverandi samstarfsfólk. Auglýsingasamningi leikkonunnar, sem er 33 ára og á von á sínu fyrsta barni, var meðal annars rift eftir að upp komst um einelti af hennar hálfu. 

Heimildarmaður Page Six greinir frá því að Michele hafi eytt síðustu dögum í að reyna laga gömul sár. Heimildarmaðurinn segir Michele vera að átta sig á hegðun sinni en segir þó aldrei auðvelt að heyra annað fólk tala illa um sig. 

„Lea var tík við margt fólk sem nýtir nú tækifærið til að stíga fram,“ sagði heimildarmaður sem vann með henni og segir að þrátt fyrir að hún hafi ekki verið sú besta sé hún ekki fordómafull. Vill heimildarmaðurinn frekar meina að hún eigi við hegðunarvandamál að stríða. 

„Hún er að hlusta, hún heyrir það sem allir segja og vill biðjast afsökunar. Þetta er fortíð hennar og hún vill taka á þessu af ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka