Styttist í að Beckham fari frá konu og börnum

David og Victoria Beckham.
David og Victoria Beckham. AFP

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham er sögð allt annað en himinlifandi með að verið sé að slaka á takmörkunum sem settar voru á vegna kórónuveirufaraldursins. Frú Beckham er sögð hafa verið mjög ánægð síðustu vikurnar að því fram kemur á vef The Sun en nú styttist í að eiginmaður hennar, David Beckham, fari að verja meiri tíma í Bandaríkjunum. 

Knattspyrnustjarnan David Beckham er talinn ætla verja miklum tíma á Miami í Florída þar sem hann stofnaði nýverið knattspyrnuliðið Inter Miami. Munu hjónin því líklega þurfa að vera mikið frá hvort öðru á næstunni. 

Frú Beckham er sögð hafa notið þess að dvelja á sveitasetri sínu á Englandi að undanförnu. Öll fjölskyldan hefur verið þar saman að undanskildum elsta syninum sem er fastur í Bandaríkjunum. 

„Nú þegar slakað er á takmörkunum er hún í uppnámi vegna þess að þessari þægilegu loftbólu, sem hún hefur verið í síðustu vikurnar með David við hlið sér allan sólarhringinn, er að ljúka,“ sagði heimildarmaður.  

Heimildarmaður segir mikilvæg próf vera fram undan hjá næstyngsta syni þeirra sem er 17 ára og þeim yngsta sem er 15 ára. Vilja þau ekki trufla nám sona sinna með ferðum til Flórída. Beckham-hjónin keyptu þó nýlega fokdýra íbúð í Flórída sem þau geta notað sem fjölskylduheimili. Eru þau talin ætla að dvelja þar í auknum mæli í skólafríum. 

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup