Sannleikurinn er sagna bestur

„Enn einu sinni hef­ur Leik­hóp­ur­inn Lotta skapað leik­sýn­ingu sem óhætt er að mæla með,“ skrif­ar Silja Björk Huldu­dótt­ir í leik­dómi um Bakka­bræður sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.  

„Sýn­ingu sem gleður augað, hreyf­ir við hjart­anu, kitl­ar hlát­urtaug­arn­ar og fær áhorf­end­ur jafn­framt til að velta hlut­un­um fyr­ir sér með gagn­rýn­um huga. Það er varla hægt að hugsa sér betri upp­skrift. Von­andi gefst sem flest­um leik­hús­gest­um færi á að sjá sýn­ing­una á ferð henn­ar um landið í sum­ar.“

Gagn­rýn­andi seg­ir Bakka­bræður metnaðarfulla sýn­ingu sem ætlað sé að skemmta börn­um og fjöl­skyld­um þeirra. „Bak við glensið, lit­ríku bún­ing­ana og fjör­legu tón­list­ar­atriðin leyn­ist mik­il­vægt er­indi því leik­hóp­ur­inn boðar sam­kennd, umb­urðarlyndi, hug­rekki, virðingu og vináttu.“ 

Rýn­ir rifjar upp að mörg síðustu árin hafi Anna Berg­ljót Thor­ar­en­sen sótt efnivið sinn til evr­ópskra æv­in­týra og snúið upp á þau á óvænt­an og skemmti­leg­an hátt. „Að þessu sinni leit­ar Anna Berg­ljót í ís­lenska þjóðsagna­arf­inn og læt­ur stutt­ar kímni­sög­ur af bræðrun­um frá Bakka veita sér inn­blást­ur með góðum ár­angri. Fyrri hluta leik­rits­ins sjá­um við bræðurna Gísla, Ei­rík og Helga (Stefán Bene­dikt Vil­helms­son, Andrea Ösp Karls­dótt­ir og Júlí Heiðar Hall­dórs­son) sömu aug­um og þeir birt­ast í Þjóðsög­um Jóns Árna­son­ar. Í frá­sögn­um Gróu lækn­is (Andrea Ösp Karls­dótt­ir) frá bæn­um Leiti og óðals­bónd­ans (Sig­steinn Sig­ur­bergs­son) sem finnst fátt skemmti­legra en að bregða sér í hlut­verk Þórs, föður bræðranna, til að skemmta dótt­ur sinni Lilju (Vikt­oría Sig­urðardótt­ir) með Gróu­sög­um, eru bræðurn­ir bæði ein­fald­ir og auðtrúa,“ seg­ir í dómn­um og síðan er fram­haldið: 

„Um miðbik verks­ins fær Lilja, og sam­tím­is áhorf­end­ur, hins veg­ar óvænt tæki­færi til að kynn­ast bræðrun­um í eig­in per­sónu og þá kem­ur í ljós að þeir eru ekki jafn ein­fald­ir og henni hef­ur verið tal­in trú um. Fá­tækt, illt um­tal og for­dóm­ar hafa sett mark sitt á bræðurna og í raun þröngvað þeim inn í ákveðið hlut­verk sem þá lang­ar ekk­ert endi­lega til að leika.

Leik­sýn­ing­ar Lottu hafa iðulega lumað á skemmti­leg­um vís­un­um í sam­tím­ann en aldrei jafn­mikið og í sum­arsýn­ingu árs­ins. Sögu­svið Bakka­bræðraer Ísland fyrri tíma þegar berkl­ar geisuðu lands­mönn­um til skelf­ing­ar. Það er því per­són­um leiks­ins jafn eðli­legt og nú­tíma­fólki á tím­um kór­ónu­veirufar­ald­urs að fara í sýna­töku til að at­huga með smit, heilsa eng­um með handa­bandi eða faðmlagi, fara í sótt­kví, virða ýms­ar sam­komutak­mark­an­ir til að hefta út­breiðslu og rugl­ast á orðunum sam­komu­banni og sam­göngu­banni. Anna Berg­ljót ger­ir sér mik­inn og skemmti­leg­an mat úr þess­um hliðstæðum. Á sama tíma býr hún einnig til áhuga­verða hliðstæðu milli slúður­sagna fyrri tíma og fals­frétt­anna sem tröllríða nú­tím­an­um með nei­kvæðum af­leiðing­um. Boðskap­ur sýn­ing­ar­inn­ar er skýr: við ein ber­um ábyrgð á orðum okk­ar og höf­um ávallt val um það hvort við velj­um að bera áfram slúður og fara með fals. En þótt skila­boðin séu skýr er þeim bless­un­ar­lega ekki miðlað með pre­dik­un­ar- eða um­vönd­un­ar­tóni,“ seg­ir í leik­dóm­um sem lesa má í heild sinn í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Finnist þér þú óvenju vel upplagður til einhverra hluta skaltu fyrir alla muni framkvæma þá. Nú er rétti tíminn til að biðja yfirmanninn um greiða eða launahækkun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Finnist þér þú óvenju vel upplagður til einhverra hluta skaltu fyrir alla muni framkvæma þá. Nú er rétti tíminn til að biðja yfirmanninn um greiða eða launahækkun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir