Töluðu um að hætta fyrir brúðkaup

Harry var ekki hamingjusamur.
Harry var ekki hamingjusamur. AFP

Í janúar tilkynntu hertogahjónin Harry og Meghan að þau ætluðu að hætta formlegum störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna og flytja til Norður-Ameríku. Ákvörðunin kom á óvart en nú greinir The Sun frá því að Harry og Meghan hafi íhugað þennan kost áður en þau gengu í hjónaband fyrir tveimur árum. 

„Bókin fjallar um ferðalagið sem Meghan og Harry fóru í til þess að komast að þeirri niðurstöðu sem þau gerðu,“ segir heimildarmaður sem vill meina að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í flýti. „Fræjum fyrir Mexit var sáð áður en þau giftu sig. Sannleikurinn er sá að Harry var lengi búinn að vera mjög óhamingjusamur. Hann og Meghan töluðu opinskátt um að fara í aðra átt áður en þau giftu sig.“

Harry og Meghan giftu sig árið 2018.
Harry og Meghan giftu sig árið 2018. AFP

Mikið hefur verið fjallað um að Meghan hafi verið sú sem vildi stíga til hliðar og brotthvarf hjónanna jafnvel kallað Mexit. Í bókinni á þó að koma fram að Harry hafi viljað breyta til. 

„Orðið Mexit hefur alltaf farið sérstaklega í taugarnar á Harry prins. Það gefur í skyn Meghan hafi tekið ákvörðunin um að yfirgefa bresku konungsfjölskylduna,“ segir heimildarmaðurinn og áréttar að Harry hafi verið sá sem keyrði ákvörðunina áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir