Í janúar tilkynntu hertogahjónin Harry og Meghan að þau ætluðu að hætta formlegum störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna og flytja til Norður-Ameríku. Ákvörðunin kom á óvart en nú greinir The Sun frá því að Harry og Meghan hafi íhugað þennan kost áður en þau gengu í hjónaband fyrir tveimur árum.
„Bókin fjallar um ferðalagið sem Meghan og Harry fóru í til þess að komast að þeirri niðurstöðu sem þau gerðu,“ segir heimildarmaður sem vill meina að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í flýti. „Fræjum fyrir Mexit var sáð áður en þau giftu sig. Sannleikurinn er sá að Harry var lengi búinn að vera mjög óhamingjusamur. Hann og Meghan töluðu opinskátt um að fara í aðra átt áður en þau giftu sig.“
Mikið hefur verið fjallað um að Meghan hafi verið sú sem vildi stíga til hliðar og brotthvarf hjónanna jafnvel kallað Mexit. Í bókinni á þó að koma fram að Harry hafi viljað breyta til.
„Orðið Mexit hefur alltaf farið sérstaklega í taugarnar á Harry prins. Það gefur í skyn Meghan hafi tekið ákvörðunin um að yfirgefa bresku konungsfjölskylduna,“ segir heimildarmaðurinn og áréttar að Harry hafi verið sá sem keyrði ákvörðunina áfram.