Leikaraparið Chase Stokes og Madelyn Cline fara með hlutverk parsins John B og Sarah Cameron í Netflix-þáttunum Outer Banks. Um helgina staðfesti Stokes að þau væru einnig í sambandi í raunveruleikanum.
Stokes birti myndir af stefnumóti þeirra Cline á ströndinni við mikil fagnaðarlæti aðdáenda þeirra en mótleikari þeirra Jonathan Daviss skrifaði í athugasemd að loksins væru þau búin að opinbera sambandið.
Outer Banks eru unglingaþættir sem hafa heillað hugi og hjörtu á Netflix. Leikarahópurinn virðist vera mjög náinn en þau hafa dvalið síðustu vikur og mánuði saman á meðan kórónuveiruheimsfaraldurinn geisar.
View this post on InstagramA post shared by stokes, chase here i am (@hichasestokes) on Jun 14, 2020 at 3:54pm PDT