Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 verður kynntur þann 27. október á verðlaunahátíð í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda.Í ár renna verðlaunin til tónskálds.
Listi yfir allar tilnefningar Norðurlandaráðs árið 2020
Danmörk
- Songs of doubt eftir Niels Rønsholdt
- Symphony II for Sampler and Chamber Orchestra eftir Den Sorte Skole & Karsten Fundal
Finnland
- Lake eftir 3TM
- Konsertto neljäsosasävelaskelpianolle ja kamariorkesterille
Færeyjar
- VÍN eftir Janus Rasmussen
Grænland
- Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny eftir Rasmus Lyberth
Ísland
- Chernobyl eftir Hildi Guðnadóttur
- Lendh eftir Veronique Vöku
Noregur
- Lyriske stykker eftir Ørjan Matre
- Theory of the Subject eftir Trond Reinholdtsen
Svíþjóð
- Honey eftir Robyn
- Acanthes eftir Andreu Tarrodi