Jean Kennedy Smith látin

Jean Kennedy Smith er látin.
Jean Kennedy Smith er látin. AFP

Jean Kennedy Smith, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Írlandi, er látin 92 ára að aldri. Hún var systir John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og öldungadeildarþingmannsins Robert F. Kennedy. 

Jean var næst yngst í systkinahópnum og var ein eftirlifandi af níu börnum Joseph P. Kennedy og Rose Fitzgerald.

Bill Clinton þáverandi forseti Bandaríkjanna skipaði hana sem sendiherra Bandaríkjanna á Írlandi árið 1993 og kom hún meðal annars að því að stofna til friðar á Írland. 

Hún var fædd þann 20. febrúar árið 1928 í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum og lagði stund á ensku í Manhattanville College. 

Jean gekk að eiga Stephen E. Smith árið 1956 en hann lést árið 1990. Hún lætur eftir sig fjögur börn, Kym, Amöndu, Stephen yngri og William auk 6 barnabarna. 

Frétt BBC

Jean ásamt systkinum sínum Rosemary og Robert árið 1938. Öftust …
Jean ásamt systkinum sínum Rosemary og Robert árið 1938. Öftust er Rosemary og fyrir framan hana eru Jean og Robert. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðast að því sem þú getur ekki fengið strax. Mundu að það getur borgað sig að gefa eftir og viðurkenna vanmátt sinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðast að því sem þú getur ekki fengið strax. Mundu að það getur borgað sig að gefa eftir og viðurkenna vanmátt sinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir