Hrædd um að smitast í fangelsi

Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli voru fundin sek …
Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli voru fundin sek um mútugreiðslur. AFP

Leikkonan Lori Loughlin er sögð vera dauðhrædd um að smitast af Covid-19 veirunni í fangelsi en hún mun innan skamms afplána tveggja mánaða dóm fyrir mútugreiðslur til að koma dætrum sínum inn í háskóla. Fangelsin í Kaliforníu eru sögð vera gróðrarstía fyrir veiruna. 

Loughlin hefur sagst iðrast gjörða sinna en hún og eiginmaður hennar voru fundin sek eftir réttaryfirheyrslur sem fóru fram á fjarfundarkerfinu Zoom nú fyrir skömmu. Þá óskuðu þau eftir að afplána hvort á sínum tíma til þess að geta verið til staðar fyrir börn sín sem eru 20 og 21 árs. „Þó að börnin séu fullorðin þá vill Lori að annað foreldrið sé til staðar til þess að veita þeim andlegan stuðning,“ sagði fjölskylduvinur Loughlin.

Loug­hlin, sem sló í gegn í gam­anþætt­in­um Full Hou­se á ní­unda og tí­unda ára­tugn­um, játaði á sig að hafa borgað fyrir að koma dætrum sínum í fína háskóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir