Fyrrverandi eiginkona Elton John höfðar mál gegn honum

Renata fer í mál við Elton John.
Renata fer í mál við Elton John. AFP

Rena­te Blau­el, fyrr­ver­andi eig­in­kona tón­list­ar­manns­ins Sir Elt­on John, hef­ur höfðað mál gegn fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um. John og Blau­el giftu sig árið 1984 og skildu árið 1988 og kom hann út úr skápn­um nokkru seinna.

Blau­el hef­ur haldið sig úr sviðsljós­inu síðan hún skildi við John árið 1988 en hef­ur nú komið sér í sviðsljósið. Hún fer fram á lög­bann gagn­vart John en óljóst er hverju hún vill fá lög­bann yfir en talið er að hún vilji hindra að hann op­in­beri ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar eða taki þær úr birt­ingu.

Auk­inn áhugi á sam­bandi Blau­el og John skapaðist eft­ir að ævi­sögu­kvik­mynd­in um John, Rocketman, kom út á síðasta ári. Þá gaf John einnig út sjálfsævi­sögu sína á síðasta ári þar sem hann fjallaði um skilnaðinn. 

„Ég braut hjarta mann­eskju sem ég elskaði og elskaði mig skil­yrðis­laust, ég gat ekki kennt henni um. Þrátt fyr­ir all­an sárs­auk­ann var eng­in beiskja. Í mörg ár eft­ir skilnaðinn, þegar eitt­hvað skeði í mínu lífi, bönkuðu fjöl­miðlar á hurðina hjá henni og vildu fá hana til að hrauna yfir mig, en hún gerði það aldrei. Hún sagði þeim að láta hana í friði,“ skrifaði John um fyrr­ver­andi eig­in­konu sína í sjálfsævi­sögu sinni. 

Frétt The Guar­di­an um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell