Giftu sig óvænt eftir árslangt samband

Dennis Quaid og Lauren Savoie eru gengin í það heilaga.
Dennis Quaid og Lauren Savoie eru gengin í það heilaga. skjáskot/Instagram

Leikarinn Dennis Quaid og Laura Savoie stungu af til Santa Barbara í Bandaríkjunum í byrjun júní og giftu sig. Parið, sem trúlofaði sig í október síðastliðnum, hafði skipulagt brúðkaup í apríl á Hawaii en vegna kórónuveirunnar gátu þau ekki haldið það.

Fyrst fréttist af sambandi Quaid og Savore síðastliðið sumar en samband þeirra hefur vakið töluverða athygli vegna þess hve mikill aldursmunur er á þeim. Quaid er 66 ára en Savoie 27 ára og því 39 ára aldursmunur á þeim hjónum. 

Quaid á þrjú hjóna­bönd að baki en síðasti skilnaður hans gekk í gegn árið 2018. Quaid var kvænt­ur leik­kon­unni P.J. So­les frá ár­inu 1978 til 1983. Hann var svo í kvænt­ur Meg Ryan í tíu ár frá ár­inu 1991. Árið 2004 kvænt­ist hann fast­eigna­sal­an­um Kimber­ly Buff­ingt­on en eins og fyrr sagði gekk skilnaður þeirra í gegn árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar