Leikarinn Jon Hamm er kominn í samband með fyrrverandi mótleikkonu sinni, Önnu Osceola. Parið lék saman í lokaþætti Mad Men þáttanna sem Hamm fór með aðalhlutverk í á árunum 2007-2015.
Sögusagnir hafa verið á kreiki um samband þeirra Hamm og Osceola en þau sáust oft saman í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Us Weekly staðfestir nú að þau séu saman.
Hamm var áður í sambandi með leikkonunni Jennifer Westfeldt en þau hættu saman fyrir fjórum árum. Þau voru saman í 18 ár. Á síðasta ári sást hann með framleiðandanum Lindsay Shookus.