Þrátt fyrir að Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki fengið góða dóma í erlendum fjölmiðlum virðist myndin falla í kramið hjá íslensku þjóðinni. Margir hafa lýst yfir ást sinni á myndinni og þótt hún vera ferskur andblær. Kvikmyndin varð aðgengileg á streymisveitu Netflix á föstudaginn síðasta.
Þar að auki hefur hún fengið ágæta einkunn á IMDb, 6,7, sem er langt frá því að vera falleinkunn. Yfir 17 þúsund notendur IMDb hafa gefið kvikmyndinni einkunn.
„Þetta er eitt af fáum skiptum sem ég fundið sterkar tilfinningar á meðan ég horfði á kvikmynd. Ég og kærastan mín grétum nokkrum sinnum og hlógum mikið. Fullt af fólki sem er ekki Íslendingar hefur gagnrýnt kvikmyndina og sagt hana vandræðalega fyrir Íslendinga og hún láti okkur líta út fyrir að vera heimsk. Satt best að segja þá náðu þau okkur frekar vel,“ skrifar Kolbeinn Helgi, notandi á IMDb, í umsögn sinni um kvikmyndina. Hann gaf myndinni 10 í einkunn.
Í kvikmyndinni eru nokkur lög sem hafa vakið athygli. Þar á meðal lagið Husavik í flutningi Wills Ferrells og My Marianne, sem syngur fyrir leikkonuna Rachel McAdams í myndinni. Íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson, sem fer með hlutverk í kvikmyndinni, segir að lagið sé gjöf til Húsvíkinga og að þeir eigi að syngja lagið óspart.
Lagið sem Will og Rachel voru að gefa Húsavík að gjöf er GEGGJAÐ!! Á ekki von á öðru en að húsvíkingar taki það uppá arma sínu og syngi saman við öll tækifæri. Gæsahúðarexcellance.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) June 27, 2020
Tinna Haraldsdóttir, aktívisti og hlaðvarpsdrottning, var hrifin af kvikmyndinni og sagði hana fullkomna.
Eurovision myndin er fullkomin. FULLKOMIN!!!!
— Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) June 27, 2020
Hörður Ágústsson, eigandi Macland, sagði að sér liðið vel eftir að hafa horft á kvikmyndina.
Eurovision : The story of fire saga toppaði frábæran dag.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) June 27, 2020
Feel good gott glens. Love it.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro lagði til að kvikmyndin yrði sýnd í staðinn fyrir áramótaskaupið.
Þessi Eurovision mynd er a movie. Eins og all star áramótaskaup.
— Logi Pedro (@logipedro101) June 28, 2020
Sparar RÚV stóran tjekka, enda hægt að sýna þetta í staðinn fyrir skaupið næst.
Fór fram úr mínum væntingum. Mér fannst þetta í alvörunni algjör snilld og þá extra góð fyrir Íslendinga. https://t.co/z0gogTovKA
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) June 28, 2020