Dóttursonur Elvis Presley látinn

Benjamin Keough er látinn.
Benjamin Keough er látinn. Skjáskot/Instagram

Benjamin Keough, dóttursonur tónlistarmannsins Elvis Presley, er látinn 27 ára að aldri. Keough var sonur Lisu Marie Presley. 

Talsmaður móður hans sendi tilkynningu um andlátið til fjölmiðla í gærkvöldi. Keough lést í Calabasas í Kaliforníu í gær að því er fram kemur í tilkynningunni. Talsmaðurinn sagðist ekki vita með hvaða hætti andlátið bar að en samkvæmt heimildum TMZ er hann talinn hafa tekið sitt eigið líf. 

Faðir Keough var tónlistarmaðurinn Danny Keough. Presley á þrjú önnur börn. Riley Keough sem er 31 árs og tvíburana Harper og Finley sem eru 11 ára.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

View this post on Instagram

Flashback!!!! Backstage with Ben @opry on 8/21/12❤️

A post shared by Lisa Marie Presley (@lisampresley) on Jun 20, 2018 at 6:34pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup