Heard niðurlægir Depp með myndum

Amber Heard mætir í réttarsal á sjötta degi réttarhalda Depp …
Amber Heard mætir í réttarsal á sjötta degi réttarhalda Depp gegn The Sun. AFP

Réttarhöld í meiðyrðamáli Johnny Depp gegn The Sun halda áfram. Enn er verið að kalla til vitni og hefur leikkonan Winona Ryder borið vitni til stuðnings Depp sem og fólk úr öryggisliði hans. 

Ljóst er að Amber Heard hefur verið iðin við að taka ljósmyndir af Depp í vafasömu ástandi og ýmsum skrámum og marblettum sem hún segir að sé af hans völdum. Depp hefur hins vegar sagt við vitnaleiðslur að allt sem hún segi sé „öfugsnúin játning“ þ.e. það sem hún sakar hann um sé einmitt það sem hún gerði honum. 

Nýjasta myndin sem hefur birst af Depp er af honum meðvitundarlausum og búinn að hella niður ís yfir sig allan. Næsta dag sýndi Heard Depp myndina og sagði, „sjáðu hvernig þú ert orðinn...sjáðu þig, þetta er brjóstumkennanlegt.“ Depp segist hafa þarna verið búinn að vinna sautján tíma á dag og hafi verið úrvinda, þetta kemur fram í samantekt Daily Mail um málið.

Aðstoðarmenn aldrei séð áverka

Ýmsir hafa borið vitni til stuðnings Depp. Yfirmaður móttöku í þakíbúð Depp segist ekki hafa séð neina marbletti á andliti Heard eftir að Depp á að hafa barið hana með síma árið 2016 og átti þó í samskiptum við hana. Hann hafi aðeins séð marbletti á andliti hennar nokkrum dögum síðar, daginn sem hún sótti um nálgunarbann. Það þótti sérstakt. Þá hefur Depp bent á að 2009 hafi Heard verið handtekin fyrir að hafa sýnt þáverandi kærustu sinni ofbeldistilburði.

Þá segir fyrrverandi aðstoðarmaður Depp að Heard sé hinn raunverulegi ofbeldismaður. Hann hafi aldrei séð hana með neina áverka. Hann segir Heard hafi beitt Depp áralöngu ofbeldi, líkamlegu og tilfinngingalegu og að hann hafi verið hissa á að það hafi verið hún sem sótti um skilnað og nálgunarbann.

Hafði fíkniefnaneysla Depp áhrif á minnið?

Hlutverk dómarans sé að skera úr um hvort grein The Sun um hafi skaðað Depp en lögfræðingar The Sun þurfa að sýna fram á sannleiksgildi greinarinnar umræddu og gildi hennar fyrir lesendur.

Dregin eru fram fjórtán ofbeldisatvik sem sýna að Depp hafi verið andlega og líkamlega ofbeldisfullur í garð Heard sérstaklega þegar hann var undir áhrifum fíkniefna. Þá er sagt að mikilvægt sé að komast á því á hvaða efnum Depp hafi verið á þessum tíma og hvort þau hafi orðið til þess að hann missti stjórn á sér og haft auk þess áhrif á minni hans. 

Sigri Depp þá þarf dómari að komast að því hvaða bótum hann eigi rétt á. Taka þurfi tillit til skaðans sem hann varð fyrir. Hvort mannorð hans hafi beðið hnekki og hvort hann hafi upplifað niðurlægingu og annars konar andlegt álag.

Depp leggur spilin á borðið í meiðyrðamáli sínu gegn The …
Depp leggur spilin á borðið í meiðyrðamáli sínu gegn The Sun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ekki spá í hvað öðrum finnst eða þeir þarfnast, gerðu það sem þér finnst spennandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ekki spá í hvað öðrum finnst eða þeir þarfnast, gerðu það sem þér finnst spennandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach