Hinn 100 ára gamli Moore sleginn til riddara

Tom Moore var sleginn til riddara í dag.
Tom Moore var sleginn til riddara í dag. AFP

Það var annasamur dagur hjá Elísabetu II Englandsdrottningu í dag. Fyrir hádegi mætti hún í brúðkaup hjá sonardóttur sinni og eftir hádegið sló hún fyrrverandi hermanninn Tom Moore til riddara. 

Hinn 100 ára gamli Moore barðist í seinni heimstyrjöldinni fyrir Bretland og í heimsfaraldrinum sló hann í gegn í fjölmiðlum þegar hann safnaði milljörðum fyrir heilbrigðisstarfsmenn í framvarðasveitinni í Bretlandi með því að ganga hringi um garðinn sin.

Upphaflegt markmið Moore var að safna 1.000 pundum fyrir breska heilbrigðiskerfið en að lokum safnaði hann 32,7 milljónum punda eða um 4,1 milljarði íslenskra króna.

Athöfnin í hallargörðum Windsor kastala í dag var einstök en þetta er fyrsta opinberi atburðurinn sem drottningin mætir á eftir útgöngubann. 

„Þetta eru svo merkileg verðlaun og að fá þau frá …
„Þetta eru svo merkileg verðlaun og að fá þau frá hennar hátign sjálfri þar að auki, getur maður óskað sér eitthvað meira? Þetta hefur verið algjörlega frábær dagur fyrir mig,“ sagði Moore að athöfn lokinni. AFP

„Þetta eru svo merkileg verðlaun og að fá þau frá hennar hátign sjálfri þar að auki, getur maður óskað sér eitthvað meira? Þetta hefur verið algjörlega frábær dagur fyrir mig,“ sagði Moore að athöfn lokinni. 

„Peningurinn sem ég safnaði kom að góðum notum, en maður á bara eina drottningu og það er ómetanlegt að fá skilaboð frá drottningunni.“

Til að slá Moore til riddara notaði drottningin sverð sem var í eigu föður hennar, Georgs 6. Bretlandskonung.

Frétt BBC.

„Peningurinn sem ég safnaði kom að góðum notum, en maður …
„Peningurinn sem ég safnaði kom að góðum notum, en maður á bara eina drottningu og það er ómetanlegt að fá skilaboð frá drottningunni.“ AFP
Þetta er fyrsti opinberi viðburðurinn sem Elísabet drottning mætir á …
Þetta er fyrsti opinberi viðburðurinn sem Elísabet drottning mætir á eftir útgöngubann. AFP
Riddaraorðan.
Riddaraorðan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir