Prinsessan gifti sig í leyni

Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa eru loks hjón.
Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa eru loks hjón. mbl.is/AFP PHOTO / BUCKINGHAM PALACE / PRINCESS EUGENIE

Beatrice prinsessa gekk í dag að eiga ítalska fasteignajöfurinn Edoardo Mapelli Mozzi í leynilegri athöfn í All Saints kapellunni í Windsor. Rétt um tuttugu manns voru viðstaddir athöfnina en á meðal gesta voru Elísabet II Bretlandsdrottning, Filippus prins og foreldrar hinna nýgiftu. 

Til stóð að Beatrice prinsessa og Mozzi giftust við hátíðlega athöfn í maí en fresta þurfti athöfninni um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Þá hefur líka faðir brúðarinnar, Andrés prins, staðið í ströngu undanfarið vegna tengsla sinna við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir