Leikkonan Hayden Panettiere hefur loks fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi kærasta sínum, Brian Hickerson. Hickerson var handtekinn í Los Angeles á fimmtudag og situr nú í fangelsi.
Hann er ákærður í átta ákæruliðum fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal fyrir að hafa lagt hendur á Panettiere á meðan þau voru í sambandi.
Í tilkynningu á Twitter segist Panettiere ætla að segja sannleikann um það sem hún hefur lent í á síðustu árum. „Ég ætla að opna mig um sannleikann um hvað kom fyrir mig í þeirri von að saga mín efli aðra sem eru í ofbeldisfullum samböndum til að sækja sér hjálpina sem þau þarfnast og eiga skilið. Ég er tilbúin til að gera mitt til þess að tryggja að þessi maður valdi engum öðrum sársauka aftur. Ég er þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið til að finna rödd mína og líf mitt aftur,“ sagði Panettiere.
Hickerson hefur verið handtekinn í það minnsta þrisvar sinnum áður fyrir að leggja hendur á Panettiere.
For anyone else affected by abuse and needing support, please know that you can call 1-800-799-7233. If you’re unable to speak safely, you can log onto https://t.co/4srbDBguNm or text LOVEIS to 1-866-331-9474. You are not alone. pic.twitter.com/R3VNHXonrL
— Hayden Panettiere (@haydenpanettier) July 17, 2020