Ramsay keypti sér úr hannað fyrir Gæsluna

Ramsay með þeim félögum í JS úrum í dag.
Ramsay með þeim félögum í JS úrum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Sjónvarpskokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay hefur verið á Íslandi undanfarna daga í laxveiði. Hann lagði leið sína til Gilberts úrsmiðs í JS úrum fyrir brottför sína í dag. 

Grímkell P. Sigurþórsson, meðeigandi JS úra (JS Watch co.), segist sjálfur hafa verið nýkominn úr laxveiði. 

„Hann kom sérstaklega til að fá sér úr og var bara býsna skemmtilegur. Hann hafði verið að veiða eitthvað hérna á Íslandi og ég var sjálfur nýkominn úr Laxá í Aðaldal og náði að landa 101 sentímetra fiski, sýndi honum myndir af því og hann var rosalega hrifinn,“ segir Grímkell kíminn. 

„Við höfum áður heyrt af því að hann ætlaði að koma til okkar en ekki náð því þegar hann hefur verið hérna á landinu. Hann náði því núna, bara rétt fyrir brottför,“ segir Grímkell og bætir við að úrið sem Ramsey keypti hafi upprunalega verið hannað fyrir Landhelgisgæsluna. 

Fjölmargar stjörnur hafa keypt úr af JS úrum, meðal annars þeir Ben Stiller, Tom Cruise, Ed Sheeran, Quentin Tarantino og Jude Law.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir