Björn Ingi missir aldrei áhugann á veirunni

Björn Ingi Hrafnsson mætir yfirleitt á fundi almannavarna.
Björn Ingi Hrafnsson mætir yfirleitt á fundi almannavarna. Ljósmynd/Facebook

Á upplýsingafundi almannavarna í dag var rætt um kaflaskipti í baráttunni við veiruna og að nú væri fyrirséð að veiran væri komin til að vera um eitthvert skeið. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagðist telja að fréttamenn muni hægt og bítandi missa áhugann á kóróunveirunni, allir nema einn.

„Jafnvel þó að við myndum halda áfram að halda hér upplýsingafundi þá mynduð þið sennilega hætta að mæta, nema kannski Björn Ingi, hann myndi kannski mæta,“ sagði Þórólfur og brosti en svarið gaf hann einmitt við spurningu Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans, um tímamótin.

Þórólfur sagði að við værum smátt og smátt að sigla inn í þennan fasa þar sem lifum með kórónuveirufaraldinum.

Björn Ingi Hrafnsson hefur vakið mikinn áhuga á fundum almannavarna allt frá því þeir hófust í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka