Britney ekki haldið fanginni þó allir vilji frelsa hana

Vill Britney láta frelsa sig eða ekki?
Vill Britney láta frelsa sig eða ekki? AFP

Á síðustu vikum hefur myllumerkið #FreeBritney eða #FrelsiðBritney verið áberandi á samfélagsmiðlum. Þó einhverjir gætu haldið að tónlistarkonunni Britney Spears sé haldið fanginni þá er svo ekki. 

Britney er hinsvegar ósjálfráða og hefur verið það síðan hún veiktist andlega fyrir 12 árum. Faðir hennar Jamie Spears var upphaflegur forráðamaður hennar en hann steig til hliðar í september síðastliðinn og bar þar fyrir sig slæma heilsu. Síðan þá hefur Jodi Montgomery verið forráðamaður hennar. 

Í dag, miðvikudag, verður forræðismál Britney tekið fyrir hjá dómara í Los Angeles. Montgomery var skipuð forráðamaður hennar til 22. ágúst næstkomandi. 

Britney hefur ekki ráðið yfir sínum eigin fjármunum né ráðið nokkru um tónlistarferil sinn frá árinu 2008. Forráðamaður hennar hefur algjöra stjórn yfir hennar persónulega lífi og getur stjórnað við hverja hún er í samskiptum við. Hann sér einnig um að eiga samskipti við lækna hennar um meðferð hennar. 

Af hverju var Britney dæmd ósjálfráða?

Eins og dyggir aðdáendur Britney muna eflaust þá byrjaði hún að haga sér undarlega eftir að hún skildi við barnsfaðir sinn Keven Federline en þá missti hún forræðið yfir sonum þeirra.

Hún var áberandi í fjölmiðlum og komst meðal annars á síður dagblaðanna þegar hún rakaði af sér. Einnig náðust myndir af henni að lemja ljósmyndara með regnhlíf. Hún fór í nokkrar meðferðir á þessum tíma. 

Hún var lögð inn á geðdeild eftir að hún neitaði að láta lögregluna fá syni sína og í kjölfarið var hún svipt sjálfræði. 

Síðan hún missti sjálfræðið hefur hún gefið út þrjár plötur, búið í Las Vegas og haldið þar reglulega tónleika.

Hvað snýst þá #FrelsiðBritney um?

Hreyfingin er uppsprottin á meðal aðdáenda hennar sem telja hana hafa verið neydda til þess að samþykkja sjálfræðissviptinguna. Telja þeir hana reglulega biðja um hjálp í gegnum óljós skilaboð á samfélagsmiðlum. 

Hreyfingin hefur nú biðlað til Hvíta hússins að veita henni sjálfræði á ný. Yfir 125 þúsund manns hafa skrifað undir áskorunina.

Britney sjálf hefur aldrei tjáð sig um hreyfinguna. Í maí á síðasta ári sagði hún í myndbandi á Instagram að fólk ætti ekki að trúa öllu því sem það læsi og heyrði. „Til ykkar sem haldið að ég birti ekki mín eigin myndbönd, þið hafið rangt fyrir ykkur.“

Lögfræðingur hennar hefur þar að auki sagt í viðtali við Los Angeles Times að hún hafi áhrif á ákvarðanir um tónlistarferil hennar.

Fyrr í þessum mánuði sótti móðir Britney, Lynne Spears, um að fá að vera hluti af því teymi sem fer með forræðið yfir Britney. Samkvæmt heimildum The Blast þá vill hún koma að fjármálum hennar og meðal annars búa til sparireikninga fyrir syni hennar tvo. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson