Kanye biður Kim afsökunar

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hefur beðið eiginkonu sína Kim Kardashian opinberlega afsökunar. 

„Ég vil biðja eiginkonu mína Kim afsökunar fyrir að fjalla opinberlega um einkamál,“ skrifaði West í twitterfærslu sinni í gærkvöldi. 

Hjónaband Kardashian og Wests hefur verið undir smásjá fjölmiðla undanfarið, en West, sem tilkynnti forsetaframboð sitt fyrr í júlí, opnaði sig um fjölskyldulíf þeirra hjóna síðasta sunnudag og hefur síðan tíst ófögrum orðum um eiginkonu og tengdafjölskyldu. 

Kar­dashi­an opnaði sig í fyrsta skipti um veikindi Wests á In­sta­gram á miðviku­dag­inn, en rapparinn glímir við geðhvörf. Sagði hún að fólk sem þekkti til sjúk­dóms­ins vissi hve flók­inn hann væri og hve erfitt væri að skilja hann. Sagðist hún ekki hafa tjáð sig áður um hvaða áhrif veik­indi Wests hefðu á fjöl­skyldu­líf sitt vegna barna þeirra og réttar hans til þess að halda einka­lífi sínu fyr­ir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal