Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hefur beðið eiginkonu sína Kim Kardashian opinberlega afsökunar.
„Ég vil biðja eiginkonu mína Kim afsökunar fyrir að fjalla opinberlega um einkamál,“ skrifaði West í twitterfærslu sinni í gærkvöldi.
I would like to apologize to my wife Kim for going public with something that was a private matter.
— ye (@kanyewest) July 25, 2020
I did not cover her like she has covered https://t.co/A2FwdMu0YU Kim I want to say I know I hurt you. Please forgive me. Thank you for always being there for me.
Hjónaband Kardashian og Wests hefur verið undir smásjá fjölmiðla undanfarið, en West, sem tilkynnti forsetaframboð sitt fyrr í júlí, opnaði sig um fjölskyldulíf þeirra hjóna síðasta sunnudag og hefur síðan tíst ófögrum orðum um eiginkonu og tengdafjölskyldu.
Kardashian opnaði sig í fyrsta skipti um veikindi Wests á Instagram á miðvikudaginn, en rapparinn glímir við geðhvörf. Sagði hún að fólk sem þekkti til sjúkdómsins vissi hve flókinn hann væri og hve erfitt væri að skilja hann. Sagðist hún ekki hafa tjáð sig áður um hvaða áhrif veikindi Wests hefðu á fjölskyldulíf sitt vegna barna þeirra og réttar hans til þess að halda einkalífi sínu fyrir sig.